Ráðuneytisstjóri hafnar gagnrýni verjenda í Baugsmálinu: "Fráleit ásökun"

Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, segir fráleitt að Björn Bjarnason hafi haft afskipti af Baugsmálinu vegna bréfs sem fór frá ráðuneytinu til bandarískra yfirvalda. Verjendur sakborninga í Baugsmálinu héldu þessu fram í héraðsdómi á miðvikudag. "Verk ráðuneytisins í málinu var að koma réttarbeiðni á framfæri við bandaríska dómsmálaráðuneytið. Það gerist annað slagið að leita þarf til erlendra löggæslustofnana til að fá aðstoð þar sem hluti máls getur hafa átt sér stað erlendis," segir Þorsteinn og vísar til þess að ríkislögreglustjóri, í kjölfar beiðni frá settum ríkissaksóknara í Baugsmálinu, fór þess á leit við bandarísk yfirvöld að þrír menn þar í landi yrðu yfirheyrðir. Beiðnin var hins vegar ekki send frá ríkislögreglustjóra heldur dómsmálaráðuneytinu.

"Það er gjarnan ákvæði um það í gagnkvæmum samningum milli landa um aðstoð í sakamálum að dómsmálaráðuneytin skiptist á þessum réttarbeiðnum. Slíkt ákvæði er í samningi milli Íslands og Bandaríkjanna. Þegar ríkislögreglustjóri, eftir beiðni setts saksóknara í málinu, hafði samband við bandarísk lögregluyfirvöld um þessa aðstoð bentu bandarísk yfirvöld á að þessi beiðni þyrfti að fara í gegnum dómsmálaráðuneytið íslenska," segir Þorsteinn og ítrekar að afskipti ráðuneytisins hafi eingöngu verið formlegs eðlis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert