Varnarviðræðum ekki haldið áfram á morgun

mbl.is/Kristinn

Varnarviðræðum Íslands og Bandaríkjanna sem staðið hafa yfir í Þjóðmenningarhúsinu lauk um klukkan 18 í dag. Samkvæmt Alberti Jónssyni, formanni íslensku samninganefndarinnar verður fundinum ekki haldið áfram á morgun, líkt og líkur höfðu verið leiddar að. Albert vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið en var, þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann, á leið til að gera Geir H. Haarde forsætisráðherra grein fyrir gangi viðræðnanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert