Guðni sækist eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra mbl.is/Árni Sæberg

varaformanni Framsóknarflokksins Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu í ágúst.

„Það tilkynnist hér með að ég hef ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu í ágúst.

Framsóknarflokkurinn á lengstu sögu íslenskra stjórnmálaflokka, hefur starfað í 90 ár og unnið marga stóra sigra fyrir íslenska þjóð.

Ég hef verið hvattur til að gefa kost á mér til forystu í Framsóknarflokknum af fólki úr öllum kjördæmum. Ég þakka þann stuðning og vináttu sem ég met mikils.

Með því að bjóða mig fram til varaformanns tel ég mig vera að velja leið sátta og samheldni í flokknum. Ég tel mikilvægt að Framsóknarflokkurinn verði afl einingar og samvinnu með sterka stöðu á miðju stjórnmálanna sem framfarasinnaður félagshyggju- og umbótaflokkur í þágu íslensku þjóðarinnar. Að því vil ég vinna með lýðræðislegum hætti og í góðri sátt," að því er segir í tilkynningu frá Guðna Ágústssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Arnljótur Bjarki Bergsson: Hissa
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert