Fíkniefni fundust á mótmælanda

Fíkniefnahundur fann efni sem talið er vera tóbaksblandað kannabisefni á einum mótmælenda við Kárahnjúkasvæðið í dag en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Egilsstöðum var farið með hundinn á svæðið vegna gruns um að fíkniefni væru á svæðinu. Rætt var við einn aðila á staðnum en hann var ekki handtekinn.

Lögregla segir rúmlega þrjátíu mótmælendur nú vera við Lindur við Jökulsá en þar hafa mótmælendur slegið upp tjöldum eftir að þeir yfirgáfu Snæfellsskála þar sem Fjölskyldugöngu Íslandsvina lauk í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert