Tæpir tveir milljarðar í sóknargjöld

Sóknargjöld á árinu 2006 hækka um 8,6% og verða kr. 719,91 króna á mánuði fyrir hvern gjaldanda 16 ára og eldri. Alls voru þeir 229.600 1. desember s.l. samkvæmt Hagstofunni. Hver gjaldandi greiðir um 8.639 krónur á árinu og samtals nema gjöldin tæpum tveimur milljörðum króna. Af því fé fær þjóðkirkjan greitt frá 192.335 einstaklingum og upphæðin myndi því nema kr. 1.661.566.678. Til annarra trúfélaga renna samtals 269.864.135 krónur. Utan trúfélaga eru skráðir 6.131 en þeirra sóknargjöld renna til Háskóla Íslands. "Þetta er mjög mikilvæg tekjulind," segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Gjöldin séu svo eini tekjustofn kirkna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert