Ný lægð nálgast landið

Á mánudag er spáð minnkandi sunnanátt með lítilsháttar vætu í …
Á mánudag er spáð minnkandi sunnanátt með lítilsháttar vætu í flestum landshlutum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grunn lægð skammt norðaustur af Langanesi dregur dálítinn norðanstreng með svölu lofti yfir landið. Þá verður lítilsháttar snjó- eða slydduél norðanlands fram eftir degi, en bjart með köflum syðra.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Mildara veður á mánudag

Þá kemur fram að á morgun nálgist ný lægð úr suðvestri.

„Það gengur væntanlega í austan storm syðst á landinu, en víða stinningskalda eða allhvassan vind annars staðar. Lægðinni fylgir úrkoma sem kemur fyrst á land á sunnanverðu landinu og fer fljótt yfir í rigningu þar. Eftir hádegi breiðist úrkoman norður yfir heiðar, ýmist rigning eða slydda. Þá er útlit fyrir snjókomu á heiðum og til fjalla á Norður- og Austurlandi og ferðalangar ættu að hafa það í huga, t.d. þeir sem þurfa um fjallvegi Austfjarða, eða yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á mánudag, annan í hvítasunnu, er spáð minnkandi sunnanátt með lítilsháttar vætu í flestum landshlutum og mildara veðri.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert