Gestur Jónsson: Taldi að þessi niðurstaða væri sjálfgefin

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

„Þetta er niðurstaða sem gleður mig, ég taldi reyndar að þetta væri sjálfgefið eftir að það lágu fyrir niðurstöður dómstóla um það að fyrsti ákæruliðurinn væri lýsing á viðskiptum en ekki auðgunarbroti,” sagði Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ágeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs er Fréttavefur Morgunblaðsins innti hann eftir viðbrögðum við því að ekki yrði gefin út ákæra í stað eins ákæruliðar í endurákæru, sem dómstólar vísuðu frá í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.

Sérstök fréttatilkynning
Gestur sagðist vera kampakátur með þessa niðurstöðu en fetti fingur út í ýmislegt í fréttatilkynningu sem kom frá settum ríkissaksóknara Sigurði Tómasi Magnússyni. „Mér finnst fréttatilkynningin sérstök,” sagði Gestur. „Það er eins og að settur saksóknari sé þar að fela þau stóru tíðindi að þessi stærsti hluti Baugsákærunnar sé úr sögunni með því að tína til atriði sem eigi ekki erindi inn í svona fréttatilkynningu. Þar stendur að það þýði ekki að það verði ekki haldið áfram með rannsókn efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, ég skil ekki alveg hvaða erindi það á í svona fréttatilkynningu því það er atriði eftir því sem ég best veit hefur settur ríkissaksóknari ekkert með að gera,” sagði Gestur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert