Mikil ásókn í byggingalóðir á Egilsstöðum

Alls bárust 1639 umsóknir frá 135 umsækjendum um 63 lóðir á suðursvæði Egilsstaða en umsóknirnar voru teknar fyrir á fundi byggingar- og skipulagsnefndar Fljótsdalshérað í gær. Lóðirnar eru fyrir 50 einbýlishús og 13 parhús.

Fram kemur á fréttavef Fljótsdalshéraðs, að margir hafi sótt um hverja lóð en dregið var um úthlutun. Er listinn yfir þá sem fengu lóðirnar birtur á heimasíðunni. Lóðirnar eru við götur sem fengið hafa nöfnin Hamrar og Bláargerði.

Heimasíða Fljótsdalshéraðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Arnljótur Bjarki Bergsson:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert