Samfylkingin kynnir tillögur sínar um aðgerðir til að lækka matarverð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , formaður Samfylkingarinnar. Brynjar Gauti

Samfylkingin kynnti í dag tillögur sínar um aðgerðir til að lækka matarverð á Íslandi, og segir í tilkynningu frá flokknum að tillögurnar myndu lækka matarreikning heimilanna um 200.000 krónur á ári. Matvælakostnaður heimilanna nemi að meðaltali 750.000 á ári og því myndu tillögurnar lækka matarreikninginn um rúmlega fjórðung.

„Samfylkingin hefur ein flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á undanförnum árum, en ríkisstjórnarflokkarnir hafa staðið gegn slíkum tillögum á Alþingi,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Þá segir að Samfylkingin muni í upphafi þings leggja fram þingsályktunartillögu um lækkun matarverðs, þar sem lagðar verði til eftirfarandi breytingar: Felld verði niður vörugjöld af matvælum; felldir verði niður innflutningstollar af matvælum í áföngum á þá leið að 1. júlí nk. verði helmingur þeirra afnuminn og ári síðar verði allir tollar endanlega fallnir niður; virðisaukaskattur á matvæli verði lækkaður um helming; fyrirkomulag á stuðningi við bændur verði breytt þannig að teknar verði upp tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir. Þetta nýja fyrirkomulag verði útfært í samvinnu við bændur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert