Málþing um fjölmenningarlegt Austurland

Í dag verður haldið málþing um fjölmenningarlegt Austurland á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Það er Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem stendur fyrir málþinginu og áherslan er lögð á stöðu málefna íbúa af erlendum uppruna og leiðir til úrbóta, en þetta kemur fram á fréttavefnum egilsstadir.is.

Margir koma við sögu á málþinginu og t.d. verður fjallað um stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda, upplýsingamiðlun til þeirra og rannsóknir. Túlkaþjónusta og fræðsla er til umræðu, sem og stefna og þjónusta sveitarfélaga. Þá er varpað upp spurningunni um hvað mæti nýjum íbúum hér eystra og hvort íslensk tunga sé lykillinn að samfélaginu. Fjallað er um vinnumarkaðinn og fulltrúi Rauða krossins segir frá því hvernig rjúfa þurfi einangrun.

Undanfarnar vikur hafa nokkrir starfshópar á vegum SSA unnið að tillögum er varða málefni íbúa af erlendum uppruna og verða þær kynntar á þinginu sem er öllum opið.

Nánari upplýsingar um málþingið er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert