Alþingi sett

mbl.is/Júlíus

Forseti Íslands, biskup Íslands, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til Dómkirkjunnar úr Alþingishúsinu en guðþjónusta hófst í Dómkirkjunni kl. 13:30. Séra Dalla Þórðardóttir, sóknarprestur í Miklabæjarprestakalli og prófastur Skagafjarðarprófastsdæmis, predikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni.

Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Forseti Íslands setur Alþingi, 133. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, við fundarstjórn, minnist látins fyrrv. alþingismanns og stjórnar síðan kjöri forseta Alþingis. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16 síðdegis.

Þegar þingsetningarfundi er fram haldið kl. 16 síðdegis verða kosnir varaforsetar og kosið verður í fastanefndir Alþingis og til Íslandsdeilda þeirra alþjóðasamtaka sem Alþingi er aðili að. Að síðustu verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007 verður dreift kl. 16.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert