Bretar botna ekkert í ákvörðun Íslendinga um að hefja hvalveiðar

Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði
Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði RAX

Hvorki almenningur né stjórnvöld í Bretlandi botna í því hvers vegna Íslendingar hafi ákveðið að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni, segir í fréttatilkynningu frá breska sjávarútvegsráðherranum, Ben Bradshaw, nú í hádeginu, í kjölfar fundar hans með sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverri Hauki Gunnlaugssyni.

Bradshaw segist á fundinum hafa lýst því að bæði almenning og stjórnvöld í Bretlandi hrylli við hvaladrápi, ekki síst þegar ekki verði séð að nein skynsamleg ástæða sé fyrir veiðunum. Bradshaw bað íslenska sendiherrann að íhuga hvaða áhrif hvalveiðarnar myndu hafa á ímynd og orðspor Íslands í þeim löndum sem Íslendingar eigi mest viðskipti við, og borin sé einlæg virðing fyrir hugrakkri, staðfastri og harðgeri þjóð.

"Bresk stjórnvöld telja á blóðuga slátrun þessara dýra algerlega tilgangslausa, og eru aðferðirnar sem notaðar eru til að drepa langreyðar sérstaklega grimmúðlegar og hryllilegar. Það var bæði dapurlegt og óhugnanlegt að horfa á sjónvarpsmyndir af því þegar þessar stórkostlegu skepnur voru dregnar við skipshlið og voru síðan sundurskornar á opinberum vettvangi. Þetta er vart leiðin til að laða gesti til Íslands," segir Bradshaw í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert