Fimmti hvalurinn á leið í land

Hvalur 9 veiddi fimmtu langreyðina um klukkan eitt í dag. Dýrið sem er tarfur veiddist á svipuðum stað vestur af Snæfellsnesi og síðasta dýr. Um tarf er að ræða, en þetta er fyrsti tarfurinn sem veiðist að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, er dýrið um 62 fet að lengd, að mati áhafnarinnar en langreyðartarfar eru minni en kýrnar. Gert er ráð fyrir að honum verði landað um hádegi á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert