Flestir hlynntir fjölmenningu

Meira en helmingur landsmanna er jákvæður gagnvart því að Ísland leggi áherslu á að vera fjölmenningarsamfélag, að því er fram kemur í nóvemberhefti Þjóðarpúls Gallup. Um þriðjungurinn var hlutlaus og tæplega 15% neikvæð.

Í könnuninni var spurt um almennt viðhorf svarenda til þess að Ísland legði áherslu á að vera fjölmenningarsamfélag, hvort það væri jákvætt, hlutlaust eða neikvætt?

Ekki reyndist vera munur á viðhorfi fólks eftir kyni þess eða aldri. Reykvíkingar voru talsvert jákvæðari gagnvart þessari áherslu en íbúar annarra sveitarfélaga.

Háskólamenntaðir reyndust jákvæðari en aðrir gagnvart því að Ísland legði áherslu á að vera fjölmenningarsamfélag. Væri horft til stjórnmálaskoðana reyndust kjósendur Sjálfstæðisflokksins síst jákvæðir gagnvart þessari áherslu en Vinstri grænir jákvæðastir.

Rúmlega þriðjungur svarenda taldi það skipta miklu máli hvaðan innflytjendur væru og litlu fleiri töldu það engu máli skipta. Rúmlega fjórðungur sagði það skipta litlu.

Meira en helmingi svarenda var sama um hvaðan innflytjendur kæmu, en ríflega 31% nefndi að það vildi fá fólk frá Evrópu og tæp 8% nefndu Norðurlöndin.

Niðurstöður Capacent Gallup um viðhorf til fjölmenningar og annarra landa eru úr könnun sem gerð var 11.-24. október síðastliðinn.

Úrtakið var 1.222 einstaklingar úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 61,3%. Svarendur voru á aldrinum 18-75 ára og af öllu landinu.

Í hnotskurn
» Þegar spurt er um viðhorf til einstakra landa eru Íslendingar langjákvæðastir gagnvart Danmörku. Hin Norðurlöndin fylgja á eftir.
» Um og yfir 25% svarenda voru mjög jákvæð gagnvart öðrum löndum Vestur-Evrópu sem spurt var um.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert