Guðrún Ögmundsdóttir birtir kostnaðartölur vegna nýafstaðins prófkjörs

Guðrún Ögmundsdóttir.
Guðrún Ögmundsdóttir.

Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur birt kostnaðartölur vegna nýafstaðins prófkjörs, en heildarkostnaður hennar nemur rétt rúmri einni milljón króna.

Á heimasíðu sinni segir hún: „Ég ákvað það strax í upphafi þessarar prófkjörsbaráttu að hafa að leiðarljósi reglur flokksins um heillindi og leiðbeinandi kostnað. Það var talað um 1 milljón og bannað var að auglýsa í sjónvarpi. Hinsvegar er það alltaf umhugsunarefni þegar kostnaður er farinn að hlaupa á milljónum eins og hefur gerst nú hjá mínu fólki eins og sjá mátti í dagblöðunum. Það verður spennandi að sjá þau uppgjör.“

„En hér með gef ég hlutdeild í yfirlitinu, sem ég hef að sjálfsögðu send formanni kjörstjórnar. Þið farið kannski að velta fyrir ykkur fjáröflun, hún var einföld: Yfirdráttarheimild í mínum banka og síðan hefur stuðningsfólk, fjölskylda og vinir lagt inn á minn reikning sem hefur komið fram á heimasíðunni. Þakka ég af öllu hjarta fyrir það, því margt smátt gerir eitt stórt.“

Kostnaður Guðrúnar Ögmundsdóttur vegna prófkjörs:

Auglýsing í Dagskrá 3. nóvember 323.945 kr.

Vefauglýsing á visir.is í 2 vikur 263.800 kr.

Auglýsing í Blaðinu 10. nóvember 93.141 kr.

Auglýsing í Morgunblaðinu 10. nóvember 109.081 kr.

Auglýsingar RÚV 76.047 kr.

Morgunverður í Alþjóðahúsi

-kaffi og meðlæti 50.000 kr.

Stuðningsteiti á Jómfrúnni 60.000 kr.

Þátttökugjald 40.000 kr.

Póstkostnaður - þátttökugjald 43.990 kr.

samtals 1.060.004 kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert