Kristinn H. hefur ekki ákveðið hvort hann tekur þriðja sætið

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. mbl.is/Þorkell

Kristinn H. Gunnarsson segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Kristinn segir það vissulega vonbrigði fyrir sig að hafa ekki náð settu marki.

„En ég glímdi auðvitað við það að margir af þeim sem eru mér sammála í flokknum eru farnir og vildu ekki kjósa,“ segir Kristinn meðal annars í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Hann fullyrðir þar ennfremur að aðrir frambjóðendur hafi myndað bandalag gegn sér.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði í prófkjörinu, og Herdís Sæmundardóttir varð í öðru sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert