3.032 greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi lauk klukkan 18. 2.535 manns greiddu atkvæði í prófkjörinu en 497 höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar áður en prófkjörið hófst. Alls greiddu því 3.032 atkvæði en 3.289 voru á kjörskrá. Atkvæði verða talin á Akureyri á morgun og er reiknað með að fyrstu tölur verði lesnar upp á Hótel Kea um kl. 18.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert