Neytendasamtökin krefjast stefnubreytingar í vegamálum

Suðurlandsvegur við Hveradali.
Suðurlandsvegur við Hveradali. mbl.is/Loftmyndir ehf.

Neytendasamtökin hvetja til að meira af tekjum ríkisins af bílaumferð fari til vegaframkvæmda og að þeim verði forgangsraðað í samræmi við arðsemi og slysavarnir. Stjórn NS minnir á að frá árinu 1972 hafa 54 látist vegna umferðarslysa á Suðurlandsvegi og hundruð manna slasast. Margir þeirra hafi hlotið varanlega örorku. Löngu sé orðið tímabært að þingmenn, samgönguráðherra og forsvarsmenn vegamála beiti sér fyrir alvöru stefnubreytingu.

Á vefsíðu sinni skora samtökin á alþingismenn að beita sér fyrir nauðsynlegum framkvæmdum til að auka umferðaröryggi og fækka hörmulegum slysum og örkumlum á vegunum. „Þrátt fyrir gríðarlega áherslu á auglýsingar opinberra aðila á árinu og á sama tíma og efnt er til átaks þar sem hátt í 40 þúsund manns skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem heitið er að bæta hegðun í umferðinni eru dauðaslysin jafn mörg og raun ber vitni. Við dauðaslysin bætast þeir sem hafa slasast alvarlega og búa sumir við varanlega fötlun eftir umferðarslys á árinu. Stjórn Neytendasamtakanna telur að ekki verði unað við þetta ástand,“ segir á vefsíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert