Ekki samkomulag um stofnun stjórnmálaflokks

Ekki náðist samkomulag um stofnun stjórnmálaflokks eldri borgara á fjölmennum fundi í dag. Málið er enn í undirbúningi og er stefnt að ákvörðun í janúar. Kosin var undirbúningsnefnd sem á að vinna áfram að málinu. Stefnt er að niðurstöðu í janúar.

Sjónvarpið greindi frá þessu. Flestir virtust sammála um að eldri borgarar ættu að stofna stjórnmálaflokk og jafnvel í samfloti með öðrum. Þar var helst talað um öryrkja en sumir nefndu forsvarsmenn Framtíðarlandsins og jafnvel Ómar Ragnarsson. Menn höfðu hins vegar áhyggjur af kostnaði og hvernig fyrirkomulagið ætti að vera.

Niðurstaða fundarmanna varð sú að kosin var þriggja manna nefnd til að vinna að undirbúningi og búast menn við niðurstöðu seinni hluta janúar, að því er fram kom í frétt Sjónvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert