Kveikt í bálkesti í Grindavík

Nokkur ungmenni söfnuðust saman við skrúðgarðinn Sólarvé í Grindavík og báru eld að rusli sem þau höfðu safnað þar saman. Að sögn lögreglu var ekki um mikinn eld að ræða. Einn 21 árs karlmaður var handtekinn á staðnum eftir að hafa skvett eldfimum vökva á bálköstinn þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu um að slíkt væri bannað.

Maðurinn var færður til lögreglustöðvar þar sem tekin var af honum framburðarskýrsla og honum síðan sleppt lausum. Hann má búast við sekt fyrir uppátækið. Ekki kom til frekari lögregluaðgerða enda voru engin ólæti þessu samfara.

Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem reynt er að kveikja bál við Sólarvé á jóladagskvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert