Unnið að því í dag að dæla olíu upp úr Wilson Muuga

Flutningaskipið Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes.
Flutningaskipið Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. mbl.is/Ómar Smári Ármannsson

Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir undirbúning hafinn að dælingu olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga sem liggur strandað við Hvalsnes. Hann muni taka allan daginn og dæling muni ef til vill hefjast í kvöld. „Það þarf að flytja margar dælur og annan búnað út í skipið og þegar birtir verður væntanlega hægt að nota bát og pramma sem verður þarna. En þessi hluti aðgerðarinnar tekur allan daginn,“ segir Hávar.

Hávar segir að þó geti verið að menn bíði með að dæla til birtingar á morgun. „Þeir sem stjórna þessu þarna suður frá ákveða það örugglega í dag, hvort þeir ætli að byrja að dæla í kvöld eða fyrramálið,“ sagði Hávar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert