Lögregla batt enda á næturævintýri barnanna

mbl.is/Júlíus

Lögreglan í Reykjavík hefur frá því um klukkan fjögur í nótt haft afskipti af sjö táningum á aldrinum 14-15 ára sem voru úti án leyfis og vitundar foreldra sinna. Urðu foreldrar barnanna hissa þegar lögreglan kom með þau heim, enda héldu foreldrarnir að börnin væru í rúminu í fastasvefni.

Lögreglan segir mál sem þessi alltaf koma upp öðru hvoru, en nú sé frí í skólum og það líklega ástæðan fyrir því að svona mörg tilvik komu upp í nótt. Að sögn lögreglunnar hefur hún í öllum tilvikum afskipti af börnum og táningum sem sjáist á ferli á nóttunni, enda eigi börn ekki að vera úti á þessum tíma sólarhrings ein síns liðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert