Hvalaafurðir urðaðar á Mýrum

Langreyð skorin í Hvalfirði um helgina.
Langreyð skorin í Hvalfirði um helgina. mbl.is/RAX

Alls voru um 179 tonn af hvalaúrgangi af þeim sem sjö langreyðum sem veiddust við landið í haust urðað að Fíflholtum á Mýrum. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Þar segir að einungis kjöt hvalanna hafi verið nýtt en annað, sem áður fór í aðra vinnslu eins og til bræðslu, var urðað.

Að Fíflholtum rekur Sorpurðun Vesturlands urðunarstað.

„Erfitt er að segja hversu stór hluti þeirra sjö hvala sem veiddust var urðaður. Langreyður er oft á bilinu 50-80 tonn að þyng og því má áætla að hvalirnir sem veiddust hafi verið samtals 350-560 tonn að þyngd. Hafi það verið raunin hefur um þriðjungur til helmingur hvalanna verið urðaður í Fíflholtum," segir Skessuhorn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert