Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum

Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur gert samkomulag við þrjá starfsmenn, sem sagt var upp störfum nýlega. Þetta kemur fram í Blaðinu í dag. Alþýðusamband Íslands ætlaði að stefna Alcan fyrir rétt vegna málsins en mikil óánægja var vegna uppsagnanna og átti að ræða málið á miðstjórnarfundi ASÍ í gær en þeirri umræðu var frestað.

Fram kemur í Blaðinu að Alcan hafi átt frumkvæði að sáttafundi með starfsmönnunum þremur þar sem tilboð var lagt fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir ljós að tíma fyrirtækisins sé betur varið á næstunni í annað en að standa í málaferlum.

Ekki er gefið upp í hverju sáttatilboðið fólst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert