Ómar byrjaður að blogga

Ómar Ragnarsson.
Ómar Ragnarsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Ómar Ragnarsson, fréttamaður, hefur opnað bloggsíðu á blog.is. Ómar segist þar stefna að því, að á síðunni verði rúm fyrir spjall um heima og geima en hann kjósi að byrja á því sem honum liggi helst á hjarta um þessar mundir, þ.e. náttúruvernd og virkjanamál.

Fyrsta færsla Ómars ber yfirskriftina Galin virkjunarfíkn. Þar segir Ómar m.a., að virkjanasinnar með dollaramerki í augum stefni nú í fúlustu alvöru að nýjum álverum sem þurfa munu alla virkjanlega orku landsins á sama tíma sem þeir setji fram hugmyndir um stórfellda framleiðslu á vetni hér á landi, sem skipta muni sköpum fyrir orkunotkun Evrópu.

Og samt verður þessi orka ekki til ef allar álverksmiðjurnar rísa! Og orkuþörf Evrópu er hundraðfalt meiri en öll orka Íslands! Hvað er það sem leiðir menn til að fara svona langt fram úr sjálfum sér án þess að nokkrum finnist það athugavert?" spyr Ómar m.a.

Bloggsíða Ómars Ragnarssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert