Hlupu ölvaðan ökumann uppi

Lögreglan í Borgarnesi þurfti að hlaupa stútinn uppi.
Lögreglan í Borgarnesi þurfti að hlaupa stútinn uppi. mbl.is/Július

Lögreglan í Borgarnesi elti ökumann sem hafði ekki sinnt merkjum þeirra um að stöðva bílinn í grennd við Bifröst í gærkvöldi og veittu þeir honum eftirför. Fór ökumaðurinn útaf þjóðveginum og ók sem leið lá eftir smærri troðningi niður að Hreðavatni uns hann komst ekki lengra akandi en þá þurftu lögreglumenn að hlaupa ökumanninn uppi í snjónum. Ökumaðurinn reyndist vera ölvaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert