Birta lista yfir verðhækkanir heildsala og framleiðenda

Neytendasamtökin birta á heimasíðu sinni í dag lista yfir verðhækkanir matvöruheildsala og innlendra framleiðelda, sem tilkynntar hafa verið að undanförnu. Segja samtökin, að þetta sé ekki síst gert til að neytendur geti betur áttað sig á hvað sé að gerast í matvöruversluninni.

Um leið hvetja Neytendasamtökin framleiðendur sem seljendur að halda aftur af sér hvað varðar verðhækkanir. Neytendasamtökin segjast með mikilli ánægju munu taka þau fyrirtæki út af þessum lista ef þau draga til baka hækkanir sínar, hvort sem þær hafa tekið gildi nú þegar eða eru væntanlegar. Einnig hvetja samtökin heildsala og innlenda framleiðendur, sem ekki hækka verð hjá sér nú, að tilkynna um það til Neytendasamtakanna. Samtökin muni jafnframt bæta við þennan lista berist þeim upplýsingar um fleiri hækkanir.

Listi Neytendasamtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert