Játa íkveikju, þjófnað og fleiri brot

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Lögreglan á Akureyri hefur lokið rannsókn á málum ungmennanna sem setið hafa í gæsluvarðhaldi síðan á þriðjudag grunuð um innbrot, fjársvik, íkveikju og þjófnaði. Hafa þau m.a. játað að hafa brotist inn á fjórum stöðum á Akureyri og nágrenni og kveikt í sumarbústað inni í Eyjafriði auk annarra afbrota.

Eitt ungmennanna hefur verið látið laust úr gæsluvarðhaldi en þar sem hin tvö eru með langan feril óafgreiddra afbrota í kerfinu var farið fram á síbrotagæslu yfir þeim fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Úrskurðaði héraðsdómur þau í áframhaldandi gæslu til 2. mars. n.k.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert