New York Times fjallar um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi

Hálslón við Kárahnjúka.
Hálslón við Kárahnjúka. Morgunblaðið/ RAX

Bandaríska blaðið New York Times fjallar í dag um stóriðjuframkvæmdirnar á Íslandi þær deilur, sem þær hafa valdið. Í greininni, sem Sarah Lyall skrifar, er m.a. rætt við fólk sem gagnrýnir framkvæmdirnar harðlega og einnig við þá sem mæla þeim bót.

M.a. er haft eftir Jóni Sigurðssyni, iðnaðarráðherra, að ríkisstjórnin hafi ávallt gert strangar kröfur í umhverfismálum í tengslum við þróun stóriðjuverkefna og nú sé verið að undirbúa löggjöf þar sem kveðið verði á um hvaða svæði verði vernduð og hvaða svæði megi nýta.

„Við stöndum á þröskuldi nýs tímabils. Við viljum taka tillit til allra hagsmuna í nýrri rammalöggjöf þar sem umhverfismálum verður gert jafn hátt undir höfði og öðrum málum," hefur blaðið eftir Jóni.

Grein New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert