Álíka margir vilja evru og hafna henni

Evra.
Evra. Reuters

Samkvæmt skoðanakönnun, sem Blaðið birtir í dag, vill tæplega 51% þjóðarinnar taka upp evru í stað krónu en rúmlega 49% vill halda krónunni. Fylgismenn evrunnar eru fleiri í röðum stjórnarandstöðuflokkanna en stjórnarflokkanna.

Könnunin var gerð á laugardag. Þar svöruðu um 750 manns og tóku 74% afstöðu til spurningarinnar: Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur því að tekin verði upp evra í stað krónu?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert