„Nú get ég loksins lagt fortíðina að baki og hafið nýtt líf"

Julie Okechi
Julie Okechi mbl..is/RAX

Julie Okechi varð fyrst erlendra kvenna til þess að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum hérlendis vegna heimilisofbeldis. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur lýsir Julie því hvernig trúin veitti henni styrk til þess að takast á við erfiða tíma og óvissuna meðan á umsóknarferlinu stóð.

Bréfið færði mér vonina að nýju. Nú get ég loksins lagt fortíðina að baki og hafið nýtt líf," segir Julie Okechi í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til bréfs sem henni nýverið barst frá Útlendingastofnun þar sem tilkynnt var að hún fengi dvalarleyfi hérlendis. Eftir því sem blaðakona kemst næst er Julie fyrsti ríkisborgarinn frá þriðja ríki sem fær dvalarleyfi af mannúðarástæðum hérlendis vegna heimilisofbeldis af hendi fyrrverandi maka. Á grundvelli dvalarleyfisins hefur Vinnumálastofnun gefið út atvinnuleyfi til handa henni.

Morgunblaðið fjallaði fyrst um málefni Julie í ágúst á síðasta ári, en þá átti hún á hættu að verða vísað úr landi eftir að hafa slitið samvistum við íslenskan eiginmann sinn sem beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Á þeim tíma þorði Julie ekki að koma fram undir nafni sökum þess hversu viðkvæm staða hennar var og í viðtalinu var hún því kölluð María.

Ítarlegt viðtal er við Julie Okechi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert