Franz Árnason nýr formaður Samorku

Á aðalfundi Samorku var Franz Árnason, Norðurorku, kjörinn formaður stjórnar og tekur hann við formennsku af Friðrik Sophussyni, Landsvirkjun. Þórður Guðmundsson, Landsneti, kemur nýr í stjórn í stað Kristjáns Haraldssonar, Orkubúi Vestfjarða. Kristján er varamaður í nýrri stjórn og kemur þar inn í stað Páls Pálssonar, Skagafjarðarveitum.

Ný stjórn á að öðru leyti eftir að skipta með sér verkum en hana skipa nú:

Ásgeir Blöndal, Selfossveitum, Franz Árnason, Norðurorku, formaður, Friðrik Sophusson, Landsvirkjun, Guðmundur Þóroddsson, Orkuveitu Reykjavíkur, Júlíus Jónsson, Hitaveitu Suðurnesja, Tryggvi Þór Haraldsson, Rarik og Þórður Guðmundsson, Landsneti.

Varamenn:

Dagur Jónsson, Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Hreinn Hjartarson, Orkuveitu Húsavíkur og Kristján Haraldsson, Orkubúi Vestfjarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert