Þögul mótmælastaða kennara

Kennarar í Fellaskóla ætla að mæta í þögula mótmælastöðu á Lækjartorgi gegnt stjórnarráðinu í dag kl. 15 til að leggja áherslu á kröfu grunnskólakennara um að launakjör þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá öðrum stéttum.

Fram kemur á heimasíði Kennarasambands Íslands, að kennarar í Fellaskóla skori á alla grunnskólakennara í Reykjavík að slást í hópinn og taka þátt í aðgerðunum í dag og sýna samstöðu. Í áskoruninni segi að heiður kennara sé að veði og framtíð skólastarfs sé í verulegri hættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert