Ekki fleiri virkjanir í bili

"Ég er þeirrar skoðunar að það náist engin þjóðarsátt um þetta mál nema núverandi virkjunaráformum sé slegið á frest," sagði Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í umræðum um frumvarp varðandi rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu á Alþingi í gær.

Katrín sagði kveða við nýjan tón í þjóðfélaginu um virkjanamál. Fólk væri orðið sér meira meðvitandi um umhverfismál. "Það er ekkert að ástæðulausu að 15 þúsund manns gengu með Ómari Ragnarssyni niður Laugaveg og það er ekki að ástæðulausu að Andri Snær Magnason hefur selt 20 þúsund eintök af bókinni sinni." Katrín sagði jafnframt að rannsóknir sem fyrsti hluti rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma byggðist á væru að einhverju leyti barn síns tíma. "Mér finnst hæpið að leggja fyrsta áfanga rammaáætlunar fram sem undirstöðu nýrra laga," sagði Katrín, endurskoðunar væri þörf áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert