Lögðu hald á 220.000 ætlaðar efedríntöflur

mbl.is/Árni Torfason
eftir Silju Björk Huldudóttur

og Rúnar Pálmason

TOLLGÆSLAN í Reykjavík lagði fyrir síðustu helgi hald á langstærstu sendingu af efedríntöflum sem fundist hefur hér á landi, eða alls um 220.000 töflur sem rannsóknir benda til að innihaldi allar blöndu af efedríni og koffíni. Efnin eru vinsæl meðal sumra íþróttamanna þar sem þau þykja auka brennslu og þol en efedrín er ólöglegt hér á landi. Að sögn Harðar Davíðs Harðarsonar, aðaldeildarstjóra Tollgæslunnar í Reykjavík, er þetta stærsta slíka sendingin sem náðst hefur. Nokkur þúsund töflur hefðu hingað til talist stór sending. Málið var í gær sent til lögreglunnar í Reykjavík til frekari rannsóknar.

"Við stöðvuðum sendinguna fyrir síðustu helgi, þar sem okkur grunaði að innihaldið væri annað en uppgefið var," segir Hörður, en í innihaldslýsingu var uppgefið að sendingin innihéldi fæðubótarefni í töfluformi. Efnið var sent til greiningar hjá Rannsóknarstofnun í lyfja- og eiturefnafræðum sem staðfesti að um efedrín og koffín væri að ræða.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert