Varað við flughálku bæði á Fljótsdal og Jökuldal

Vegagerðin varar við flughálku bæði á Fljótsdal og Jökuldal. Helstu leiðir á Suður- og Suðvesturlandi eru greiðfærar, þótt einhver hálka sé sumstaðar á útvegum. Hins vegar er hálka og hálkublettir mun víðar í öðrum landshlutum og jafnvel hætta á flughálku þar sem frostlaust er.

Vegna bilunar og viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði, er hámarkshraði þar lækkaður niður í 30 km og eru ökumenn beðnir að gæta mikillar varúðar þegar ekið er yfir. Sérstaklega er áríðandi að stjórnendur þungra ökutækja sýni fyllstu aðgát.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert