Stóra kartöflumúsarmálið leyst

Gonzales, músin fráa. Rúllar ekki heldur hleypur eins og elding.
Gonzales, músin fráa. Rúllar ekki heldur hleypur eins og elding. AP

Sannleikurinn um kartöflumýsnar sem sáust þjóta um gólf Bónusverslunarinnar í Holtagörðum í gær, þegar fréttamaður Stöðvar 2 var þar staddur að gera verðkönnun, hefur komið í ljós.

Atvikið var sýnt nokkrum sinnum nú í kvöld í þættinum Ísland í dag og þótti þáttastjórnendum það vera ljóst að um kartöflur, en ekki mýs, hafi verið að ræða. Það hafi sést einna gleggst á því að hlutirnir rúlluðu eftir gólfinu líkt og kartöflur gera þegar þær falla í gólfið. Mýs eru hinsvegar þekktari fyrir að ferðast á fjórum jafnfljótum, fremur en að rúlla eftir gólfinu líkt og fótbolti.

Íslenskar kartöflur.
Íslenskar kartöflur. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert