Erfitt að grípa til aðgerða gegn hópi fólks úr klámiðnaðinum

Lögreglu og Útlendingaeftirliti eru þröngar skorður settar ef grípa á til aðgerða gegn hópi fólks úr klámiðnaðinum, sem væntanlegur er til landsins í næsta mánuði. „Við erum að meta hvort þarna er í uppsiglingu einhvers konar ólögmæt háttsemi eða starfsemi. Einkum koma þar ákvæði hegningarlaganna til greina varðandi dreifingu og framleiðslu á klámi, sem er bannað hér á landi," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.

Ákvæðið leggur allt að 6 mánaða fangelsi við „að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt".

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert