Minna svifryk vegna rykbindingar

Svifryksmengun í Reykjavík
Svifryksmengun í Reykjavík mbl.is/Júlíus

Svifryksmengun í dag verður líklega undir mörkum m.a. vegna rykbindingar helstu umferðargatna í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofu Reykjavíkurborgar.

Svifryksmengun í Reykjavík var rétt undir heilsuverndarmörkum í gær: 46.2 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) við mælistöðina við Grensásveg og 22.4 µg/m3 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Í dag eru í raun ekta aðstæður fyrir svifryksmyndun, það er kalt og logn. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) var hár milli átta og níu í morgun eða 108.9 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörkin eru 110 µg/m3 á klukkustund. Svifryksgildin voru á sama tíma 30.7 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3. (Ekki eru til heilsuverndarmörk fyrir svifryk á klukkustund).

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið stíft við að rykbinda stofnbrautir með magnesíumklóríðblöndu sem heldur götunum rökum og dregur úr svifryksmengun í andrúmslofti. Rannsóknir í Stokkhólmi hafa leitt í ljós að þessi aðferð geti dregið tímabundið úr svifryksmengun við umferðargötur í andrúmslofti um 35%. Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá mengunarvörum Umhverfissviðs spáir því að dagurinn í dag verði undir heilsuverndarmörkum en að brugðið geti til beggja vona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert