Baðst afsökunar á ummælum um SÁÁ

Pétur Blöndal, alþingismaður
Pétur Blöndal, alþingismaður mbl.is

Pétur H. Blöndal sagði stöðu Þórarins Tyrfingssonar hjá SÁÁ uppfylla öll skilyrði sem voru hjá Byrginu í umræðu um fjárhagsstöðu SÁÁ á Alþingi í morgun. Ummælin vöktu hörð viðbrögð, m.a. hjá Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG og Össuri Skarphéðinssyni þingflokksformanni Samfylkingar, sem krafðist þess að Pétur yrði víttur ef ummælin yrðu ekki dregin til baka. Þetta kom m.a. fram í hádegisfréttum RÚV. Pétur baðst sjálfur afsökunar á ummælunum og sagðist fyrst og fremst hafa verið að gagnrýna stjórnskipulag.

Í umræðunum benti Siv Friðleifsdóttir á að framlög til SÁÁ hefðu aukist talsvert umfram verðlagsþróun í landinu síðan árið 2000 og væru mun hærri en t.a.m. í Danmörku, þar sem mun meira áfengi væri drukkið en hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert