Hugmyndir um alþjóðlegan skóla á Íslandi þar sem námsefni yrði á ensku

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra. mbl.is/Ásdís

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði á hádegisverðarfundi í Lundúnum í dag, þar sem staða íslenskra fyrirtækja í útlöndum var rædd, að ríkisstjórnin væri að velta fyrir sér þeirri hugmynd, að setja á stofn alþjóðlegan skóla á Íslandi fyrir börn erlendra starfsmanna íslenskra fyrirtækja og þar sem námsefni fyrir allt grunnskólastigið og upp í stúdentspróf yrði kennt á ensku.

Valgerður sagði, að það væri verkefni ríkisstjórnarinnar, að sjá til þess að íslensku útrásarfyrirtækin sæju sér áfram hag í því að hafa höfuðstöðvar á Íslandi. Einnig þyrftu stjórnvöld að hlúa að fjölskyldum starfsmanna fyrirtækjanna og þessar hugmyndir tengdust því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert