Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Fylgi kvenna er á mikilli hreyfingu og hreyfingin er öll í átt til vinstri. Samfylkingin hefur tapað miklu fylgi meðal kvenna, en það fer að stærstum hluta til Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta má lesa út úr könnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna.

Í könnun Capacent voru þátttakendur ekki aðeins spurðir hvað þeir ætluðu að kjósa heldur einnig hvað þeir hefðu kosið í síðustu kosningum. Séu svör við þessum tveimur spurningum borin saman má sjá hvaða hreyfingar eru að verða á fylginu, þ.e. hvert það er að fara. Það sem vekur mesta athygli er að 44% kvenna sem kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum segjast ekki ætla að gera það aftur nú. Meira um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert