Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5%

Formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon.
Formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Golli

Vinstrihreyfingin-grænt framboð nýtur meira fylgis en Samfylkingin, 23,6% á móti 18,5%, samkvæmt skoðanakönnun Blaðsins sem birtist í dag. Samkvæmt henni myndi ríkisstjórnin halda velli ef gengið yrði til kosninga nú. Könnunin var gerð í fyrradag.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 42,8% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 9% og Frjálslyndi flokkurinn með 6,1%. 800 tóku þátt í könnuninni þar sem skipting var hlutfallslega jöfn milli kynja og eftir kjördæmum. 31,3% voru óákveðin og 7% sögðust hlutlaus, þ.e. að þau ætluðu ekki að kjósa, skila auðu eða jafnvel kjósa flokka sem ekki eru í framboði til Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert