Lífeyrissjóðir Austurlands og Norðurlands sameinast

Samþykkt var að sameina Lífeyrissjóð Austurlands og Lífeyrissjóð Norðurlands á ársfundum sjóðanna sem haldnir voru á Hótel Reynihlíð við Mývatn í dag. Nafn hins nýja sjóðs er Stapi-Lífeyrissjóður. Þetta kemur fram á vefsíðu Einingar-Iðju.

Sameiningin mun þó ekki taka formlega gildi fyrr en að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins en ekki er búist við að það geri athugasemdir við sameininguna.

Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Stapa-Lífeyrissjóðs var Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, kjörinn stjórnarformaður og Aðalsteinn Ingólfsson, varaformaður stjórnar. Eignir Stapa-Lífeyrissjóðs eru um 82 miljarðar króna og um 20.000 félagsmenn eru í sjóðnum, á svæðinu frá Hrútafirði að Skeiðará.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert