Kallað eftir aðgerðum vegna Vestfjarða

Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti ályktun í gærkvöldi þar sem kallað er nú þegar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna þess ójafnaðar sem atvinnulífið á Vestfjörðum búi við.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa lagt fram fyrir stjórn og stjórnarandstöðu metnaðarfullar og raunhæfar tillögur til úrbóta. Þar komu m.a. fram tillögur um bættar samgöngur, jöfnun flutningskostnaðar með strandsiglingum, flutning opinberra starfa á svæðið og leiðréttingu á tekjustofnum sveitarfélaganna. Staðan er öllum ljós og nú er kominn tími á aðgerðir," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert