WSPA bjóða ríkisstjórninni 95.000 pund fyrir tvo hvali og samning

Langreyður við Hvalstöðina í Hvalfirði í fyrra.
Langreyður við Hvalstöðina í Hvalfirði í fyrra. mbl.is/RAX

Dýraverndarsamtökin World Society for the Protection of Animals (WSPA) sendu forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, bréf í dag þar sem þau bjóða ríkisstjórn Íslands að gera með þeim samning. Hann felur m.a. í sér bann við veiði á þeim tveim langreyðum sem á eftir að veiða samkvæmt kvóta sem veittur var í fyrra. Samtökin hafa safnað 95.000 pundum, um fjórðungi upphæðarinnar á uppboðsvefnum eBay, og bjóða þá upphæð í skiptum fyrir samninginn.

Samningurinn myndi fela í sér, auk fyrrgreinds ákvæðis, að pundin 95.000 fari til ferðamennsku hér á landi og þá þróun hvalaskoðunar, um 12,5 milljón króna. Ríkisstjórnin myndi þá styðja og kynna hvalaskoðun á Íslandi, hér á landi sem erlendis, og greiða niður kostnað fyrirtækja með slíka starfsemi. Þá myndi ríkisstjórnin veita þeim styrki sem stofna hvalaskoðunarfyrirtæki. WSPA hafi safnað undirskriftum 20.000 manns við áskorun á ríkisstjórnina um að hætta hvalveiðum og leggja áherslu á hvalaskoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert