Hættulegir lampar innkallaðir

Neytendastofa innkallar hættulega borðlampa (hugsanlega standlampa einnig) sem seldir voru af Geymslusvæðinu ehf (sala varnarliðseigna) á síðari helmingi síðasta árs, 2006, t.d. í Blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík. Um er að ræða „ameríska“ lampa frá varnarliðinu sem staðsett var á Keflavíkurflugvelli. Skoðun á vegum öryggissviðs Neytendastofu hefur leitt í ljós að af viðkomandi lömpum getur stafað hætta á raflosti.

Um er að ræða lampa sem gerðir eru fyrir amerískan markað og rafkerfi og henta ekki hér á landi (í Evrópu). Peruhöldur lampanna eru öðruvísi en í lömpum fyrir evrópskan markað og af þeim sökum er leiðandi hluti perunnar (skrúfugangur) snertanlegur við venjulega notkun/umgengni, t.d. við peruskipti. Þessi hluti perunnar getur orðið spennuhafa og því er hætta á raflosti við venjulega notkun lampanna. Neytendastofa gerir fleiri athugasemdir við öryggi viðkomandi lampa en þetta er sú alvarlegasta.

Hægt er að sjá myndir af lömpunum á vef Neytendastofu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert