Flugvélar skráðar erlendis vegna hárrar gjaldtöku

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is
„Flug er blóðmjólkað í kostnaðarlegu tilliti og menn eru að verða þreyttir á þessu,“ segir Arnar Jónsson sem er stjórnarmaður í flugklúbbnum Þyt. Nýlega fór Póst- og fjarskiptastofnun að innheimta svokallað talstöðvargjald af flugrekendum, en samkvæmt nýlegri lagabreytingu mun heimilt að innheimta gjaldið af öllum notendum talstöðva á landinu.

„Það er verið að demba enn einum kostnaðaraukanum á flugvélaeigendur á Íslandi. Rekstrarkostnaður hefur farið jafnt og þétt hækkandi. Vitleysan er orðin þannig að margir flugvélaeigendur hafa brugðið á það ráð að skrá vélar sínar erlendis til að geta gert þetta ódýrara. Einnig skrá menn vélarnar sem fis, ef skilyrði eru til þess, eða þá tilraunaloftför, en skerða með því möguleika sína á að nota vélarnar til kennslu og þjálfunar.“

Arnar segir ríki og stofnanir verða af tekjum vegna allt of hárra álaga. „Augljóst er að skynsemi yfirvalda er ekki mikil þarna því meiru er fórnað fyrir minna.“ Hann segir að talstöðvargjaldið sé dropi sem fylli mælinn en fyrir séu borguð skráningargjöld, eftirlitsgjöld og tryggingagjöld.

Nánar er fjallað um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert