"Klám er úti um allt á Netinu"

Morgunblaðið/Kristinn

„Maður getur ekki orðið labbað um án þess að sjá klám þannig séð. Það er gífurleg klámvæðing í samfélaginu. Allar auglýsingar sem eru í gangi snúast að öllu leyti eða að meirihluta einhvern veginn í kringum kynlíf, klám og nekt."

Þannig lýsir sautján ára stúlka þeirri klámvæðingu sem orðið hefur í samfélaginu í viðtalsrannsókn sem hún ásamt 27 öðrum unglingum á aldrinum 14–18 ára tók þátt í sl. sumar.

Áhrifa gætir í samskiptum

Unglingarnir segja mikið um klám og tilvísanir í klám sem birtist sér m.a. í sjónvarpi, bíómyndum, tímaritum, dagblöðum, auglýsingum, á almannafæri og síðast en ekki síst á Netinu. Öllum fannst þeim aðgengi að klámi á Netinu alltof auðvelt. Þeim fannst klámi í raun troðið upp á sig. „Maður kannski gúglar Rússland [...] og þá kemur alveg fullt af þessu," sagði fjórtán ára strákur. Unglingarnir telja áhrifa kláms gæta m.a. í samskiptum kynjanna, útlitskröfum, viðhorfum og kröfum til kynlífs. Klámið hafi víðtæk áhrif á viðhorf til kvenna og ofbeldis gagnvart þeim. „Mér finnst það bara geðveikt niðurlægjandi!" sagði ein stúlkan.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert