Í undirbúningi að setja viðvörunarmyndir á tóbaksumbúðir

Sýnishorn af myndum, sem til greina kemur að setja á …
Sýnishorn af myndum, sem til greina kemur að setja á tóbaksumbúðir.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að hefja undirbúning að reglugerð þar sem mælt verður fyrir um breyttar viðvaranir á tóbaksumbúðum. Segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu, að þessi ákvörðun byggi á stefnu ráðherra um heilbrigði og forvarnir og verði málið unnið í samstarfi við Lýðheilsustöð.

Í stað textaviðvörunar, sem í dag er á bakhlið tóbaksumbúða, er miðað við að komi myndir sem skírskota til skaðsemi tóbaks. Einnig er vilji til þess að á umbúðirnar verði skráð símanúmer Reyksímans, 800-6030, þar sem þeir sem vilja hætta að reykja geta fengið ókeypis ráðgjöf.

Hinar breyttu merkingar eru í samræmi við ráðleggingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og reglur Evrópska efnahagssvæðisins og eru Íslendingar meðal fyrstu þjóða sem stefna að því að innleiða þær en miðað er við að breytingarnar geti komið til framkvæmda í upphafi næsta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert